Aalborg Portland ætlar að minnka losun CO2 í framleiðslunni um 1,6 milljón tonn á ári fyrir árið 2030.

Grænni framtíð Aalborg Portland  

 Starfsemin á Íslandi sífellt umhverfisvænni

  • Aalborg Portland kolefnisjafnar allan akstur sinn á Íslandi í samstarfi við Kolvið.
  • Öll raforka sem Aalborg Portland notar í starfsemi sinni á Íslandi er 100% endurnýjanleg.

Nýtt markmið um losun koltvísýrings árið 2030

  • Aalborg Portland stefnir á að heildarlosun CO2 fyrirtækisins árið 2030 verði 600.000 tonn. Það er lækkun upp á 1,6 milljóna tonna eða 73% miðað við losun ársins 2021, sem var 2.248.048 tonn.
  • Nýja markmiðið felur í sér viðbótarlækkun upp á um milljón tonn.
  • Aalborg Portland mun þá losa að meðaltali um 300 kg CO2tonn af sementi árið 2030.

Til samanburðar er Holcim með losunarmarkmið upp á 475 kg/tonn og markmið Heidelberg er 400 kg/tonn árið 2030. 

Svona ætlar Aalborg Portland að ná nýja markmiðinu:

  • Umskipti yfir í græna orkugjafa: Sementsframleiðsla krefst afar hás hitastigs sem ekki er hægt að ná með rafmagni. Í dag er jarðefnaeldsneyti eins og kol og petcoke notað en í framtíðinni mun orkan koma frá náttúrulegu gasi, lífgasi og lífmassa úr úrgangi.
  • Kolefnisföngun: Þegar kalksteinn er hitaður losnar koltvísýringur úr honum og út í andrúmsloftið. CCS tækni (Carbon Capture & Storage) er nauðsynleg til að fanga koltvísýringinn og geyma hann neðanjarðar. Þetta skiptir höfuðmáli fyrir Aalborg Portland til að ná loftslagsmarkmiðum sínum.

Hvers vegna er losun koltvísýrings frá sementsframleiðslu svona mikil?              

Losun koltvísýrings frá sementsframleiðslu er tvíþætt:

  1. Hitun á hráefni, fyrst upp í 750°c og svo í 1500°c, það er hitastig sem ekki er hægt að ná með rafmagni heldur eingöngu með því að brenna eldsneyti sem losar koltvísýring.
  2. Þegar kalk er hitað upp í 1500°c losnar koltvísýringur úr því. Eina leiðin til að hann sleppi ekki út í andrúmsloftið er að fanga hann með CCS tækninni.

Sement er ekki bara sement
95% þess sements sem er framleitt hjá Aalborg Portland er flokkað sem „mjög sterkt“ en meðaltalið hjá framleiðendum innan ESB er 10%. Sementið frá Aalborg Portland er þess vegna þynnt fyrir notkun, á meðan sement frá öðrum framleiðendum er notað eins og það er. Það hjálpar því að hluta til með koltvísýringslosunina hjá steypuframleiðendum, þar sem þeir nota minna af Aalborg Portland-sementi.

Við steypuframleiðslu hefur Aalborg Portland sement verið nálægt meðaltali hvað varðar CO2 losun á m3 í samanburði við steypu með svipaðan styrk. Með nýju markmiðunum mun gráa sementið frá Aalborg Portland hafa eitt lægsta kolefnisspor í Evrópu.

Aalborg Portland hefur einnig þróað FUTURECEM®, sem er með allt að 30% lægra kolefnisspor en venjulegt sement án þess að fórna nokkru í styrk eða gæðum. Einnig er verið að þróa aðrar sementsgerðir með lægra kolefnisspor til að nota í stærri innviðaverkefnum.