Dreifing

Laust sement kemur til Íslands frá sementsverksmiðju Aalborg Portland A/S í Danmörku. Það er flutt hingað til lands í allt að 6.000 tonna förmum, með sérbyggðum sementsskipum og er sementinu dælt frá skipi í síló. Farminum er landað í sementssíló okkar í Helguvík, Akureyri og á Reyðarfirði.

Bílafloti okkar, sem er sérútbúinn til flutnings á lausu sementi, annast flutningana frá birgðastöðinni í Helguvík til viðskiptavina um land allt. Bílarnir  flytja allt að  33 tonn í hverri ferð.

Pakkað sement (Rapid og hvítt sement) er afgreitt til viðskiptavina um land allt frá dreifingarmiðstöð okkar við Hólamið 6, skammt frá Helguvík.  Hægt er að fá sement í 25 kg. pokum og 1500 kg. stórsekkjum. Einnig er hægt að fá stórsekki á Akureyri.

Helsti smásöluaðili okkar á pökkuðu sementi eru Múrbúð Steypustöðvarinnar við Malarhöfða í Reykjavík.

Aalborg Portland Íslandi býður viðskiptavinum sínum 33 tonna færanleg síló til afnota. Sílóin henta vel þar sem langt er til steypustöðva og þegar verið er að nota mikið magn af sementi.

Móttaka pantana er á netfangið;  pontun@aalborg-portland.is

Úr tankbíl í síló – hagnýtar leiðbeiningar má finna hér.

Tengiliður
Ingþór Guðmundsson
Rekstrarstjóri Helguvík
Sími421 7950
GSM númer660 2848
Sendu tölvupóst
Prentvæn útgáfa af bæklingnum "Úr tankbíl í síló"
Í bæklingnum má finna ýtarlegar leiðeiningar um hvernig best er að standa að dælingu sements úr tankbíl í síló.
Niðurhal