IT Tools / Reikniforrit

Aalborg Portland DK býður upp á reikninforrit sem kallast AP TempSim og AP Maturity. Það er notendavænn hugbunaður til að áætla hitamyndun og þróun styrks í harðnandi steinsteypu, til notkunar við framleiðslu- og gæðastýringu af steypuverkum.

Netaðgangur er að reiknilíkaninu og er ekki þörf á að hlaða því niður í tölvuna. Gögnin vistast á þínu svæði og eru því alltaf aðgengileg.

IT Tools – Hugbúnaður fyrir hagkvæma framleiðslu- og gæðastýringu á steypuverkum

AP TempSim og AP Maturity er notendavænn hugbunaður frá Aalborg Portland til að áætla hitamyndun og þróun styrks í harðnandi steinsteypu, til notkunar við framleiðslu- og gæðistýringu af steypuverkum.

Allt sem þú þarft er internetsamband til þess að nálgast nýjustu útgáfur af hugbúnaðnum ásamt eigin gögnum.

 

AP TempSim er reiknihermir fyrir áætlun hitamyndunar og styrks til hagkvæmrar skipulagningar á steypuverkum

AP TempSim er hjálpatæki við skipulagningu steypuvinnu og tryggir gæði með því að áætla þróun hitastigs- og styrks í harðnandi steypu. Á þann hátt tryggir þú betri árangur og tímasparnað við framkvæmd á steypuverkum.

Kostir þess að sækja um TempSim:

  • Hagræðing af mótavinnu.
  • Aðstoð við að skipuleggja steypuverkin.
  • Hagræðing við yfirbreiðslu og mótarif.
  • Að koma í veg fyrir sprungumyndun af völdum óæskilegrar hitaspennu.
  • Að koma í veg fyrir óæskilegar skemmdir af völdum of hás hita.

AP TempSim gefur þér svör við m.a. eftirfarandi:

  • Er hætta á sprungum af völdum hitaspennu ?
  • Hvert verður hámarkshitastig í steypunni ?
  • Get ég vænst þess að hitakröfur haldi ?
  • Hvenær má fjarlægja yfirbreiðslu ?
  • Hvenær má rífa mótin ?
  • Hvenær má losa um eftirspennta kapla ?

Náðu hér í prentvæna útgáfu af AP TempSim upplýsingariti

 

 

AP Maturity er reiknihermir fyrir áætlun á þróun styrks til hagræðingar við einingarsteypuframleiðslu

AP Maturity hjálpar til við að áætla og skjalfesta þróun styrks í steypuverki með aðstoð hitamælinga með síriti.

 

Kostir þess að sækja um AP Maturity:

  • Hagræðing á framleiðslunni.
  • Að koma í veg fyrir að losa mót of snemma.
  • Að sleppa við að mæla skammtímastyrk á steypusýnum.
  • Skjalfesting á hörðnunarsögu.

AP Maturity gefur þér svör við:

  • Hvenær má fjarlægja mótin ?
  • Kemst ég hjá því að nota yfirbreiðslu eftir að mót hafa verið fjarlægð ?
  • Er styrkur nægjanlegur til þess að ég geti híft steypueininguna ?

Náðu hér í prentvæna útgáfu af AP Maturity upplýsingariti. 

Árgjald fyrir aðgang að IT Tools

Sjá í fullri stærð
AP TempSimAP Maturity
5.500 DKK3.500 DKKViðskiptavinur Aalborg Portland**
11.000 DKK7.000 DKKEkki viðskiptavinur Aalborg Portland
+

** Viðskiptavinur Aalborg Portland: Gildandi samningur um sementskaup hjá Aalborg Portland Ísland (meiri en 350 tonn á ári).

Afsláttur vegna kaupa á fleiri leyfum:

Sjá í fullri stærð
Fjöldi leyfaAfsláttur
1Gjaldskrá
2-5-10%
5+-20%
+

 

Vilt þú fá aðgang að IT Tools?

Aðgangur að AP TempSim og AP Maturity er í gegnum heimasíðu Aalborg Portland í Danmörku. Þar er henni haldið vel við og mesta öryggis er gætt til að viðhalda gögnum.

Gjald er tekið fyrir aðganginn í dönskum krónum. Sótt er um aðgang hjá Magnúsi, Aalborg Portland á Íslandi magnus@aalborg-portland.is

Tengiliður
Magnús Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri
Sími545 4801
GSM númer660 2452
Sendu tölvupóst
Innskráning á IT Tools
Við sendum þig í verkfærakassann þar sem þú getur notað reiknilíkönin. Góða skemmtun
Innskrá
Viltu vita meira um AP TempSim?
Í grein úr tímaritinu BETON (Steypan) er fjallað um verkfærið sem líkir eftir hitaþróun í steypu
Lesa grein
Viltu vita meira um AP Maturity?
Í þessari grein fjallar Jacob Thrysöe um hvernig reiknilíkanið getur aukið gæði við hörðnun á steypu.
Lesa grein
Styrkur og hitastig í harðnandi steypu
Fylltu inn viðeigandi upplýsingar í rauðu reitina og láttu excel sýna útreiknaðan steypustyrk og hitastig
Excel skjal