Sagan

Framleiðsla á sementi í Danmörku hófst að einhverju marki um miðja 19 öld. Verksmiðja Aalborg Portland er enn starfandi og er við Álaborg á Jótlandi.

Hlutafélagið Aalborg Portland-Cement-Fabrik var stofnað þann 16. október 1889. Þá, sem nú, var verksmiðjan í Rørdal vel staðsett, með greiðan aðgang að úrvals hráefni í formi kalks og leir ásamt  því að vera vel staðsett gagnvart skipasamgöngum. Þetta á enn við í dag, hvort heldur varðar sölu innan Danmerkur eða  til útflutnings.
Á undanförnum árum hefur framleiðsla á sementi aukist verulega og í dag er Aalborg Portland A/S stærsti framleiðandi í heimi á hvítu sementi. Fyrirtækið selur sement til yfir 70 landa.

Þann 22. september árið 2000 var sexþúsund tonna síló tekið í notkun í Helguvík. Í upphafi árs 2001 var svo opnuð skrifstofa að Bæjarlind 4 í Kópavogi.  Íslendingar tóku sementinu frá Álaborg vel, eins og þeir höfðu gert í upphafi 20. aldar þegar Zimsen verkfræðingur hóf innflutning á Aalborg Portland sementi til Íslands.
Ákvörðun var tekin um að byggja annað síló í Helguvík og var það tekið í notkun 17. september 2002. Með nýja sílóinu náðist fram aukin hagkvæmni í innflutningi, að ekki sé minnst á aukið öryggi í afhendingu sements. Þá var tekin í notkun vöruskemma við Hólamið 6 í Reykjanesbæ, skammt frá Helguvík. Þar fer fram afgreiðsla á pökkuðu sementi til viðskiptavina og dreifingaraðila.

Á árinu 2003 var uppbyggingu fyrirtækisins haldið áfram og meðal annars var fjárfest í blöndunarbúnaði fyrir kísilryk í sement, betri aðstöðu fyrir starfsmenn í Helguvík, færanlegum sílóum, sem nýtast starfsemi t.d. á landsbyggðinni, auk þess sem fjölgað var í bílaflotanum.

 

Lesa meira um Aalborg Portland