Greinar

Sementið og kórónuveiran

Greinin fjallar um hlutverk fyrirtækis eins og Aalborg Portland á tímum Covid 19.

Sementið og kórónuveiran

Þótt mörg dönsk fyrirtæki séu meira og minna lömuð vegna COVID-19 gildir það ekki um gamalgróið fyrirtæki í Álaborg. 175 þúsund manns treysta á að starfsemi þess stöðvist ekki. Það framleiðir ekki spritt, sápu né andlitsgrímur.

Ef spurt væri, hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið Álaborg myndu lík-lega flestir nefna Ákavíti. Saga Álaborgar Ákavítisins á sér langa sögu, heitir reyndar Taffel Akvavit, en gengur í daglegu tali undir nafninu Rød Aalborg.

Þessi vinsæli snafs var fyrst framleiddur árið 1846 og uppskriftin er enn sú sama. Og kannski ekki að ástæðulausu. Í vínkeppnum hefur „sá rauði“ (sem er glær, þrátt fyrir nafnið) nefnilega margoft verið valinn besta ákavíti í heimi.

En það er fleira sem ættað er frá Álaborg og nágrenni en „sá rauði“. Árið 1889 komu fjórir menn saman á búgarðinum Rørdal fyrir austan Álaborg og stofn-uðu fyrirtæki. Tæpast hafa þeir rennt grun í að þetta fyrirtæki, sem fékk nafnið Aalborg Portland-Cement-Fabrik, yrði með tíð og tíma stórfyrirtæki, þekkt um víða veröld. Eins og nafnið gefur til kynna var ætlun fjórmenninganna að framleiða sement.

Sementið var ekki uppfinning fjórmenninganna. Saga þess er í raun árþús-unda gömul og verður ekki rakin hér en segja má að sementið eins og við þekkjum það í dag sé afrakstur ótal tilrauna og aðferða í fjölmörgum löndum. Orðið sement (cement) er komið úr latínu en það mun hafa verið breski múr-arinn Joseph Aspdin sem fyrstur notaði orðið Portland í þessu samhengi, árið 1824. Þá sótti hann um einkaleyfi á sementsblöndu með þessu nafni. Liturinn á sementsblöndunni minnti hann á kalksteininn á eyjunni Portland á Suður-Englandi. Til eru margar gerðir af sementi en sú sem nefnd er Portland sem-ent er lang algengust. Steinsteypan, eins og við þekkjum hana verður æ algengara byggingaefni á 19. öld og sú steinsteypuöld stendur enn. Danirnir sem stofnuðu Aalborg Portland-Cement-fabrik fundu, eins og áður var nefnt, ekki upp „sementshjólið“ en þeir gripu tækifærið og veðjuðu sannarlega á réttan hest.

 

Greinin birtist í Kjarnanum 22. mars 2020, skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni.

Lestu alla greinina hér.