Greinar

Vetrarsteypa

Greining fjallar um ráð sem gott er að notast við þegar steypt er að vetrarlagi.

Vetrarsteypa

Þegar steypt er að vetrarlagi þarf að íhuga vel við hvaða aðstæður steypan mun harðna. Því lægra sem hitastigið er, því hægari eru efnahvörf á milli sements og vatns, og eiginleikar steypunnar þróast að sama skapi hægar.

Við 5°C tekur það t.a.m. 3,5 sinnum lengri tíma að ná tilteknum styrkleika en við 20°C, og 3,5 sinnum lengri tími líður þar til steypan þolir frost. Að sama skapi líður því 3,5 sinnum lengri tími þar til hægt er að slá frá steypunni, og ef hún frýs áður en hún hefur náð frostþoli eyðileggst hún, óháð gæðum hennar.

Því er mikilvægt að hafa í huga hvenær steypan sem lögð er niður verður frostþolin, hvernig styrkurinn þróast og til hvaða aðgerða þarf að grípa til þess að flýta fyrir þeirri þróun. Ein leið til þess er hitastigslíking, sem er góð aðferð til að skipuleggja vinnuna svo hörðnunin gangi sem best og til að sjá fyrir hugsanleg vandamál, áður en þau koma upp.

Frostþol

Til að forðast frostskemmdir þarf nægilega mikill hluti af vatninu að vera bundinn þegar vötnun sementsins á sér stað til þess að loftpórur í sementsefjunni geti tekið við því vatni sem eftir er þegar það þenst út við frost, [1]. Loftpórurnar verða til vegna efnafræðilegrar rýrnunar í hörðnunarferlinu.

Af því leiðir, sbr. [1], að hægt er að setja frostþol steypunnar fram í samhengi við hörðnunarstig sementsins (HS.) – þann hluta sementsins sem á að hafa hvarfast:

HS. ≥ 0,86 * v/s-hlutfall

Steypa með v/s-hlutfallið 0,55 myndi til dæmis vera frostþolin við hörðnunarstig upp á 0,47, þ.e. þegar 47% sementsins hafa hvarfast.

 

Þetta er grein úr danska tímaritinu BETON.

Lestu alla greinina hér